Vörur

_20151123_230624

Hamsatólg er mjög gott útálát með öllum fiski, sérstaklega þó með signum og söltuðum, og ómissandi með skötunni á Þorláksmessu. Einnig þekkist að hún hafi verið notuð út á kjötbollur.

Hamsatólgina þarf aðeins að hita en best er að hún sé það heit að hún snarki þegar hún er sett út á fiskinn. Hamsatólgin gefur gott steikingarbragð sem tónar vel við fiskinn.

Hamsatólgin fæst bæði í 250 gr og 500 gr dósum.

_20151123_224627

Hangiflot er útálát notað með fiski eins og hamsatólgin. Hangiflotið er hitað í potti og sett út á fiskinn. Hangiflotið gefur gott reykt bragð sem tónar vel við fiskinn.

_20151123_232655_20151212_195814 (2)

Tólg er tilvalin til steikingar á kleinum, laufabrauði og öðru pottsteiktu brauði. Einnig er hún mjög góð til pönnusteikingar hvort sem um er að ræða steikingu á lummum, skonsum og þessháttar eða steikingar á mat.

Tólgin er að sama skapi góð til djúpsteikingar, t.d. á kartöflum.

_20151121_161011 (2)

Þegar dimma fer á kvöldin eða þegar von er á góðum gestum er fátt heimilislegra en kveikja á útikerti. Brunatíma tólgarkertanna frá Stóruvöllum er mun lengri en sambærilegra kerta úr vaxi eða að minnsta kosti 10-12 klukkustundir og lengur ef veður er kyrrt.

Eigendur verslanna og veitingahúsa sem hafa látið kertin loga við húsnæði sín hafa verið mjög ánægðir með þau enda er auðvelt ef sullast úr dósinni á gangstétt, skó eða fatnað að þvo tólgina af með heitu vatni.

Útikertin eru fáanleg stök og í fallegri 2 stk. pakkningu.

Útikertin eru falleg og friðsæl á leiðum kirkjugarða og lita ekki legsteina sem þau standa á eða við.

Kertin eru umhverfisvæn enda búin til úr hreinni tólg án allra aukaefna.

Auðvelt er að kæfa (slökkva) á kertunum með því að leggja eitthvað eldtraust ofan á dósina. Kertin þurfa alltaf að standa á hitaþolnum fleti.

_20151128_221138