Forsíða

_20151126_141113 - CopyBærinn Stóruvellir í Bárðardal stendur vestan við Skjálfandafljót rúmlega 20 km. frá þjóðvegi 1 sunnan við Goðafoss. Áður fyrr var stundaður hefðbundinn búskapur á Stóruvöllum en nú er þar bræddur mör eða lambafita.

Mörinn er fenginn frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík og eru brædd 50-60 tonn á ári hverju. Með þessu nýtist þetta náttúrulega hráefni sem annars væri hent.

Uppistaðan í framleiðslunni er hamsatólg en einnig er framleidd hrein tólg (t.d. til steikingar á kleinum), hangiflot og útikerti. Auk þess er tólgin seld til sápu og kremgerðar. Öll afgangstólg fer svo í svína- og loðdýrafóður.

fb